Heimskviður

190 - Svöl sumarfrí, kappræður og kynferðisbrot í Frakklandi

Eitt óhugnarlegasta kynferðisbrotamál síðari tíma er fyrir dómi í Frakklandi. Dominique Pelicot er þar á sakamannabekknum en hann hefur játað hafa síðastliðinn áratuginn byrlað eiginkonu sinni til 40 ára og boðið fjölda manns nauðga henni. Ofbeldtið tók hann upp á myndbönd og vistaði samviskusamlega í tölvunni sinni með nöfnum gerenda og dagsetningu verknaðar. 83 gerendur eru þarna skráðir, flestir menn sem bjuggu í sama þorpi og hjónin, nágrannar þeirra og fleiri. Flest velta líklega fyrir sér hvernig þetta geti gerst, það er svo stór hópur í nærumhverfi konunnar taki þátt í svo skipulögðu ofbeldi. Við reynum leita svara við því.

Svo hugum við kappræðunum sem fóru fram fyrr í vikunni, rýnum aðeins í orðanotkunina. Hvaða orð notuðu Donald Trump og Kamala Harris oftast? Hvernir beittu þau röddinni? Þá heyrum við í vara-utanríkisráðherra Bandaríkjunum, Kurt Campbell, hvernig honum lítist á komandi kosningar.

Það eru tískubylgjur í ferðamennsku eins og mörgu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur. Ein af þeim nýjustu kemur hins vegar ekki til af góðu. Það er það sem á ensku hefur verið kallað "coolcation" sem á íslensku gæti kallast kælifrí; velja milt, eða jafnvel kalt loftslag á norðlægum slóðum, í staðinn fyrir leita suður á bóginn í hita og sól. Þessi tískubylgja hefur verið nokkuð áberandi og var reyndar í fyrra valin ein af þeim markverðari í áhrifamiklu tímariti sem fjallar um ferðamennsku. Við skoðum svöl sumarfrí og framtíð þeirra í þættinum.

Frumflutt

14. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,