Heimskviður

9 | Vandræði Trumps, Kína fer í hart við NBA, og Danir á norðurslóðum

Í níunda þætti Heimskviðna er fjallað um hvernig Bandaríkjaforseti nýtir sér innrás Tyrkja inn í Sýrland til draga athyglina frá vandræðum heima fyrir, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisglöp. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um forsetann, en ólíklegt er heitasta ósk Demókrata, um koma forsetanum frá völdum, rætist.

Svo er það körfuboltinn og pólitíkin. Það fór allt á hvolf í Kína eftir aðalframkvæmdastjóri NBA liðsins Houston Rockets lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong. Yfirlýsing hans hefur dregið dilk á eftir sér og ljóst er NBA deildin verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. Deilan varpar ljósi á flókið samband íþrótta og kapítalisma.

Danir hafa aukið viðveru herafla við Grænland, enda fáir meðvitaðari um mikilvægi Grænlands á Norðurslóðum. Það er viðeigandi umfjöllunarefni þegar Arctic Circle þingið stendur sem hæst hér á landi. Bogi Ágústsson ræðir við danska sagnfræðinginn Rasmus Dahlberg.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

11. okt. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,