Heimskviður

73 | Óeirðir í Kólumbíu og ástarsambönd við fanga

Í Heimskviðum vikunnar höldum við Kólumbíu og Danmerkur.

Gríðarleg mótmæli hafa geysað í Kólumbíu síðustu daga og tugir látist í átökum við lögreglu og herinn. Uppspretta mótmælanna eru umdeildar breytingar á skattalöggjöf og heilbrigðiskerfi landsins. Forseti landsins, Ivan Duque, hefur dregið lagafrumvörpin til baka, en skaðinn er skeður og ekkert lát virðist á mótmælaöldunni sem teygir sig út allt land.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um ástarsambönd við fanga. Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp sem myndi banna lífstíðardæmdum föngum stofna til ástarsambanda við fólk utan veggja fangelsisins. Meðal þeirra sem mæla með slíkri lagasetningu er ung kona sem átti í sambandi við Peter Madsen þegar hún var sautján ára. Madsen sat þá í gæsluvarðhaldi fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall. Talsfólki fanga líst illa á tillöguna og segja hana geta aukið á vanlíðan fanga.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

8. maí 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,