Heimskviður

84 | Assange, Kína og American Pie

Við hefjum Heimskviður á umfjöllun um réttarhöldin yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en þau héldu áfram í síðustu viku á millidómstigi í Bretlandi. Bandarísk stjórnvöld freista þess Assange framseldan. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður, var viðstaddur réttarhöldin.

Frá Bretlandi höldum við til Bandaríkjanna. Lagið American Pie eftir Don McLean, varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, telur meira en 8 mínútur. Textinn við lagið hefur valdið vangaveltum margra í áratugi. Höfundurinn hefur á móti verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í textanum. Höfundurinn, Don McLean, elskar lagið sitt samt jafn heitt og hann gerði þegar hann samdi það fyrir hálfri öld og ætlar í tónleikaferðalag á næsta ári til fagna tímamótunum.

Stórveldin Kína og Bandaríkin hafa lengi eldað grátt silfur saman. Ríkin búa yfir tveimur stærstu hagkerfum heims, og vilja bæði vera aðal. Sjórnarfar í löndunum tveimur byggir á afar ólíkri hugmyndafræði og bandaríski stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer er einn þeirra sem telur nýtt kalt stríð í raun skollið á milli ríkjanna tveggja og það hatramara en hið fyrra kalda stríð sem við þekkjum svo vel. Gunnar Hrafn Jónsson kynnti sér kenningar Mearsheimers og stöðuna í þessu nýja kalda stríði.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

6. nóv. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,