Heimskviður

36 | Biden í bobba, ný heimsmynd og ópólitískur Jordan

Í þrítugasta og sjötta þætti Heimskviða er fjallað um ásakanir á hendur Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Nýverið var hann ásakður um alvarlegt kynferðisofbeldi af konu sem var aðstoðarmaður hans snemma á tíunda áratugnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden er ásakaður um óviðeigandi framkomu í garð kvenna, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er sakaður um kynferðisofbeldi. En þrátt fyrir þessar alvarlegu ásakanir, er lítið fjallað um málið í fjölmiðum vestra, þ.e. í þeim fjölmiðlum sem þykja hliðhollir demókrötum. Hið sama segja um flokksmenn Demókrata. Getur verið þörfin fyrir koma Trump úr embætti í haust, meiri en krafan um hlustað verði á konu sem telji sig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi? Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir meðal annars við Silju Báru Ómarsdóttur.

- Heimurinn stendur á tímamótum vegna veirufaraldurs og heimsmynd er verða til. Enginn veit ennþá hvernig hún verður en ekki er víst það heimsskipulag sem reis úr rústum stríðshrjáðrar veraldar um miðja síðustu öld verði áfram við lýði. Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna, og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, velta fyrir sér nýrri heimsmynd í viðtölum við Bergljótu Baldursdóttur.

- Hvað gerði Michael Jordan stærstu stjörnu bandaríska körfuboltans og íþrótta um allan heim, og hvað hefði breyst ef Jordan hefði nýtt þau völd og áhrif sem í þessu fólust til bæta heiminn, og styðja til dæmis við réttindabaráttu svartra af krafti, sama krafti og gerði hann þeim langbesta á vellinum, í stað þess sitja á hliðarlínunni. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um síðasta dans Jordans.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

15. maí 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,