• 00:05:11Fugl dagsins
  • 00:17:08Vatnsdæluhátíð og fornminjar - Steinunn Kristjánsd
  • 00:34:35Ása Baldursdóttir - hlaðvarp um gervigreind o.fl.

Sumarmál

Vatnsdæluhátíð, gervigreindarhlaðvarp og fuglinn

Við heyrðum í þættinum í Steinunni J. Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, en um helgina verður Vatnsdæluhátíð í Húnabyggð og á meðal þess sem þar fer fram er leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Þingeyrum, þar sem rústir Þingeyrarklausturs fundust loks eftir margra ára leit. Á hátíðinni verður einnig fornleifaskóli barnanna, þar sem þau grafa eftir gripum. Auk þess verða gripir sem fundist hafa til sýnis og örfyrirlestrar haldnir í Þingeyrarkirkju. Steinunn var á línunni í þættinum og sagði okkur meira frá því sem þau hafa fundið og hátíðinni.

Ása Baldursdóttir, sérfræðingur Sumarmála í því hvað er skemmtilegt hægt finna til hlusta á og horfa á í sumar, kom svo til okkar. Í þætti dagsins fjallaði Ása um hlaðvörpin Shell Game (Skeljaleikurinn), þar sem blaðamaður fer á fullt í raddklónun á eigin rödd, Pínulitla ferðataskan (The Tiny Suit Case), þar sem furðulegt mál undarlegrar tösku og pínulítilla jakkafata er rannsakað. lokum sagði hún frá áhugaverðri nýrri sjónvarpsþáttaröð, Fantasmas (Fantasíur), þar sem drepfyndnar örsögur fara um huga ungs drengs.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Lítill fugl / Ellý Vilhjálms (Sigfús Halldórsson, texti Örn Arnarson (dulnefni fyrir Magnús Stefánsson)

Sendlingur og sandlóa / Múgsefjun (Hjalti Þorkelsson, texti Eiríkur Fannar Torfason)

Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

liggur vel á mér / Ingibjörg Smith (Óðinn G. Þórarinsson, texti Númi Þorbergsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

15. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,