• 00:07:31Fugl Dagsins
  • 00:14:00Konurnar á Eyrarbakka-Jónína Óskarsdóttir
  • 00:34:21Sjoppan í Varmahlíð-Hinrik Már Jónsson starfsmaður

Sumarmál

Konurnar á Eyrarbakka,Sjoppan í Varmahlíð og Fugl dagsins

Sýningin Konurnar á Eyrarbakka var opnuð 9.júní síðastliðinn í Byggðasafni Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka og byggir á samnefndri bók eftir Jónínu Óskarsdóttur bókavörð og menningarmiðlara. Á sýningunni er fjallað um líf og störf kvenna í þorpi sem var lengi eitt stærsta þéttbýli á Íslandi og reynt draga saman það sem einkenndi líf kvennanna; þvottur, barnæska, ferming, handverk, félagslíf, samkennd, garðyrkju og eldhús. Við skruppum á Eyrarbakka í gær í þokunni,skoðuðum sýninguna og ræddum við Jónínu.

Við komum við í sjoppu í Varmahlíð í Skagafirði og kynnum okkur starfsemina þar, þar er veitingastaður, verslun og ýmis þjónusta og sjoppa er aldrei bara sjoppa, í raun eru þær vanmetnar menningarstofnanir.

Tónlist:

Ragnheiður Gröndal - Ástarorð.

Elly Vilhjálms - Í grænum mó.

Kristjana Arngrímsdóttir - Útþrá.

Frumflutt

19. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,