• 00:06:32Fugl dagsins
  • 00:15:28Sæunn Kjartansd. - Gáfaða dýrið
  • 00:39:16Safnahús Borgarfjarðar - Þórunn Kjartansdóttir

Sumarmál

Sæunn og gáfaða dýrið, Safnahús Borgarfjarðar og fuglinn

Áhrif einmanaleika og félagslegra tengsla, mikilvægi þess við gerum upp áföll í æsku, hlustun í samskiptum við bæði börn og fullorðna, heilbrigðir lífshættir og dópamín föstur er meðal þess sem við ætlum ræða við Sæunni Kjartansdóttur sem nýlega gaf út bókina Gáfaða dýrið - Í leit sjálfsþekkingu. Sæunn hefur áralanga reynslu sem sjálfstætt starfandi sálgreinir af einstaklingsmeðferðum og handleiðslu fagfólks í heilbrigðisþjónustu. Hún er ein stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna þar sem foreldrum er veitt aðstoð við mynda örugg tengsl við börn sín en Sæunn hefur einmitt skrifað tvær bækur sem hafa notið mikilla vinsælda, Árin sem enginn man og Fyrstu þúsund dagarnir. Sæunn kom í þáttinn í dag og fór yfir það helsta sem henni liggur á hjarta í nýju bókinni.

Safn vikunnar í þetta sinn var Safnahús Borgarfjarðar, Þórunn Kjartansdóttir, forstöðumaður menningarmála í Borgarbyggð, kom í þáttinn og fór með okkur yfir það sem þar er í gangi í sumar. Safnahús Borgarfjarðar samanstendur af 5 söfnum, Byggðasafni Borgarfjarðar, Héraðsbókasafni Borgarfjarðar, Listasafni Borgarness, Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar og Náttúrugripasafni Borgarfjarðar. Þórunn sagði okkur meðal annars frá sýningunni Í dagsins önn sem fjallar um heimilistæki og rafvæðingu heimila á áhrifasvæði Safnahússins. Í sýningunni er beint sjónum húsmóðurinni og hlutverki hennar innan heimilisins og hvaða áhrif það hafði á húsmæður þegar rafmagnið kom og öll þessi rafmagstæki.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Í útvarpinu heyrði ég lag / HLH Flokkurinn (Björgvin Halldórsson, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Seabird / Alessi Brothers (Billy Alessi & Bobby Alessi)

Fram í heiðanna / GÓSS (Daniel E. Kelley, texti Friðrik A. Friðriksson)

Þrisvar í viku / Bítlavinafélagið (Jón Ólafsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

22. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,