Við byrjuðum þáttinn í dag á safni vikunnar, en í þetta sinn var það Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Þar er margt um að vera, til dæmis sýningin Konur í landbúnaði í 100 ár, lifandi safn með Fergusonfélaginu, rannsóknarverkefni um sögu laxveiða í Borgarfirði og fleira sem Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri Landbúnaðarsafnsins sagði okkur frá í þættinum.
Svo var það Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, en hann hefur verið hjá okkur á þriðjudögum í sumar með það sem við köllum Veganestið. Undanfarnar þrjár vikur hefur hann verið að tala um sértæka staði í hverjum landshluta fyrir sig og í dag var komið að Suðurlandi. Páll Ásgeir fór yfir áhugaverða og nokkuð fáfarna staði á Suðurlandinu sem gaman er að skoða og upplifa á leið um landið.
Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Það er komið sumar / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Heiðlóarkvæði / Björgvin Halldórsson (Hannes Jón Hannesson samdi lagið , texti er eftir Jónas Hallgrímsson)
Arinbjarnarson / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)
Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (R.Flanagan, H. Hendler, texti Friðrik Erlingsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR