• 00:04:57Fugl dagsins
  • 00:13:28Landbúnaðarsafn Íslands, Hvanneyri - Safn vikunnar
  • 00:30:14Veganestið á Suðurlandi - Páll Ásgeir Ásgeirss.

Sumarmál

Landbúnaðarsafnið, Veganestið á Suðurlandinu og fugl dagsins

Við byrjuðum þáttinn í dag á safni vikunnar, en í þetta sinn var það Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Þar er margt um vera, til dæmis sýningin Konur í landbúnaði í 100 ár, lifandi safn með Fergusonfélaginu, rannsóknarverkefni um sögu laxveiða í Borgarfirði og fleira sem Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri Landbúnaðarsafnsins sagði okkur frá í þættinum.

Svo var það Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, en hann hefur verið hjá okkur á þriðjudögum í sumar með það sem við köllum Veganestið. Undanfarnar þrjár vikur hefur hann verið tala um sértæka staði í hverjum landshluta fyrir sig og í dag var komið Suðurlandi. Páll Ásgeir fór yfir áhugaverða og nokkuð fáfarna staði á Suðurlandinu sem gaman er skoða og upplifa á leið um landið.

Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Það er komið sumar / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

Heiðlóarkvæði / Björgvin Halldórsson (Hannes Jón Hannesson samdi lagið , texti er eftir Jónas Hallgrímsson)

Arinbjarnarson / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)

Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (R.Flanagan, H. Hendler, texti Friðrik Erlingsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

6. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,