ok

Sumarmál

Lóa Pind í Síerra Leóne og á Kúbu og fugl dagsins

Lóa Pind Aldísardóttir leikstjóri og framleiðandi sagði okkur ferðasögur vikunnar, sem er fastur liður á föstudögum í sumar. Lóa hefur gert þættina Hvar er best að búa sem hafa verið sýndir á Stöð 2 við miklar vinsældir undanfarin ár. Lóa er að hefja sína sjöttu þáttaröð en hún hefur ferðast til yfir fjörutíu staða í heiminum til að heimsækja Íslendinga sem kjósa að búa annars staðar og forvitnast um tilveru þeirra í framandi aðstæðum. Meðal annars heimsótti hún Síerra Leóne síðastliðið haust til að forvitnast um líf fjögurra manna fjölskyldu úr miðbæ Reykjavíkur sem býr í Freetown. Hún hefur að auki flakkað um heiminn til að skoða mannlífið víðar á hnettinum en hér á norðurhveli og þar stendur meðal annars upp úr fjögurra vikna dvöl á Kúbu fyrir fjórum árum. Lóa sagði okkur frá Síerra Leóne og Kúbu í þættinum, en hún segir að þjóðfélagið á Kúbu og kerfið þar sé það sem hún hafi kynnst.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Ég flýg burt / Rúnar Júlíusson (Albert E. Brumley, texti Þorsteinn Eggertsson)

The Way You Look Tonight / Jóhann Helgason og Gammar (Irving Berlin)

Woman / Cell7, Daniel Bangura, Hildur, Mohammed & Kamara Osusu (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Ragna Kjartansdóttir)

Guantanamera / Joseito Fernández (Joseito Fernándes)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

19. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,