• 00:05:39Fugl dagsins
  • 00:13:06Hrund Gunnsteinsd. - Innsæi, ný bók
  • 00:32:05Ása Baldursdóttir - hlaðvörp og sjónvarpsefni

Sumarmál

Hrund og Innsæi, Ása og hlaðvörpin og fugl dagsins

Hrund Gunnsteinsdóttur fyrirlesari, rithöfundur og sérfræðingur í sjálfbærni og leiðtogahæfni kemur til okkar í dag til ræða nýja bók sína INNSÆI en hún kom fyrst út í Bretlandi, verður þýdd á 12 tungumál og dreift í öllum heimsálfum. Hrund lýsir bókinni sem ástarbréfi til heimsins innra með okkur og hvatning til fólks nýta þá greind sem við búum yfir en erum ekki nýta nógu vel og þurfum á halda. Hrund hóf Innsæisferðalag sitt fyrir allnokkrum árum og kom út samnefnd kvikmynd eftir hana og Kristínu Ólafsdóttur NETFLIX streymisveitunni árið 2016 og fékk mikla athygli en þetta er með fyrstu íslensku kvikmyndum ef ekki allra fyrsta sem var streymt um allan heim. Hrund sagði okkur allt um þetta í þættinum í dag.

Ása Baldursdóttir kom svo í þáttinn og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvörpum og sjónvarpsefni til horfa á og hlusta á í sumar. Í dag fjallaði Ása um hlaðvörpin Bad Batch, Hver kúkaði á gólfið í brúðkaupinu mínu? Sem fjallar um furðulegt atvik í upphafi brúðkaupsveislu og lokum stórskemmtilega sjónvarpsseríu sem fjallar um sænskar hreingerningar fyrir dauðann.

Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Góða ferð / Stebbi og Eyfi (José Feliciano, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)

Á æðruleysinu / KK (Kristján Kristjánsson)

Heim í Búðardal / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

25. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,