Sumarmál

Konur í fjárfestingum og Ása Baldursdóttir um nýjustu hlaðvörp og sjónvarpsþætti

Drengir, tveggja ára og yngri eiga meira sparifé en stúlkur samkvæmt upplýsingum frá Arion banka og þegar kemur þátttöku kvenna á hlutabréfamarkaði er skipting kynjanna í Kauphöll Íslands um 70/30 körlum í hag og hlutfallið hefur lítið breyst undanfarin ár. Þessar sláandi staðreyndir hafði bankinn til hliðsjónar þegar átakinu KONUR FJÁRFESTUM -VERTU MEÐ! var ýtt úr vör í byrjun árs í því augnamiði fjölga konum í hópi fjárfesta og sparifjáreigenda. En við spyrjum af hverju taka færri konur en karlar þátt í fjárfestingum og hlutabréfakaupum og hver er skýringin á því augljós munur á sparifjáreign kynjanna kemur fram næstum við fæðingu? Við fengum til okkar Snædísi Ögn Flosadóttur sem er ein þeirra sem staðið hefur átaki Arion banka og Þóru Christiansen aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sem merkir þó mikla kynslóðabreytingu hjá konum við deildina.

Í þætti dagsins fjallaði Ása Baldursdóttir tvö sjóðheit hlaðvörp, til dæmis hlátursprengjuna Við erum hér til aðstoða (We´re here to help) þar sem hlustendur hringja inn, sértrúarsöfnuði nútímans þar sem hjarðhegðun og vinsældir almennt spila aðalhlutverk í hlaðvarpinu Hljómar eins og sértrúarsöfnuður (Sounds like a Cult) og lokum sjónvarpsþættina Shrinking með þeim Jason Segal, Jessicu Willams og Harrison Ford í aðalhlutverkum og The Circle sem slegið hafa gegn á streymisveitunni Netflix.

Fugl dagsins var svo á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Eyjólfur Kristjánsson - Dagar.

Helena Eyjólfsdóttir - Hvítu mávar.

Frank Sinatra - Let's get away from it all.

UMSJÓN Í DAG: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

27. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,