• 00:07:08Fugl dagsins
  • 00:19:30Rán Sigurjónsd. - sýning um Sædýrasafnið
  • 00:37:29Erla Hlynsd. - Íslandsmótið í brauðtertugerð

Sumarmál

Sýning um Sædýrasafnið, Íslandsmótið í brauðtertugerð og fuglinn

Eflaust muna margir eftir Sædýrasafninu sem var rekið í Hafnarfirði um árabil á síðustu öld. Í safninu voru fjölmörg framandi dýr til sýnis, ljón, tígrísdýr, ísbirnir, mörgæsir, háhyrningar, apar, kengúrur og fleira. Rán Sigurjónsdóttir rúmlega tvítugur nemi á öðru ári í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands sótti um skapandi sumarstarf hjá Hafnarfjarðarbæ með þá hugmynd gera sýningu um tilvist Sædýrasafnsins, hún fékk starfið og sýningin opnar í næstu viku í Hafnarborg þar í bæ. Rán vildi fyrst og fremst vekja athygli yngri kynslóðanna á því Sædýrasafnið hefði verið til þótt ótrúlegt megi virðast. Við ræddum við Rán um Sædýrasafnið og sýninguna í þættinum í dag.

Hver er galdurinn á bakvið góða og fallega íslenska brauðtertu? Brauðtertunni verður fagnað sem aldrei fyrr á Íslandsmótinu í brauðtertugerð sem hófst síðastliðinn sunnudag og heldur áfram næstu tvo sunnudaga. Sögur útgáfa stendur fyrir keppninni í samstarfi við Brauðtertufélag Erlu og Erlu sem er vinsæl síða á Facebook með þúsundir fylgjenda. Sigurvegari keppninnar hreppir titilinn Íslandsmeistari í brauðtertugerð 2024 og til stendur gefa út veglega brauðtertubók með fjölmörgum uppskriftum í haust. Einnig verða útnefndir sigurvegarar í þremur flokkum: fallegasta brauðtertan, bragðbesta brauðtertan og síðan frumlegasta. Erla Hlynsdóttir stofnandi Brauðtertufélags Erlu og Erlu kom í þáttinn og sagði frá.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Þannig týnist tíminn / Raggi Bjarna og Lay Low (Bjartmar Guðlaugsson )

Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Toggi (Þorgrímur Haraldsson, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)

Manstu / Hjálmar (Hjálmar, texti Þorsteinn Einarsson)

Vals handa Óskari / Tómas R. Einarsson, Óskar Guðjónsson og hljómsv. (Tómas R. Einarsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

17. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,