ok

Sumarmál

Sæunnarsundið 2024, Ása og hlaðvörpin og fugl dagsins

Sæunnarsundið 2024 fer fram á laugardaginn til minningar um þrekvirkið sem kýrin Harpa vann þegar hún synti yfir Önundarfjörð árið 1987 á flótta undan örlögum sínum. Ætla má að hún hafi fundið á sér að ekki var allt með felldu, því hún sleit sig lausa við sláturhúsdyrnar og stökk í sjóinn og synti tveggja kílómetra leið og kom á land hinu megin við fjörðinn um tveimur klukkutímum síðar. Hjónin á Kirkjubóli ákváðu að verðlauna þrautseigju Hörpu og tóku hana að sér í stað þess að senda hana aftur til slátrarans og gáfu henni nafnið Sæunni, með tilvísun í sjósundið mikla. Bryndís Sigurðardóttir, Sæunnarsundsstjóri, kom í þáttinn og rifjaði upp sögu Sæunnar, svo sagði hún okkur frá sundinu í ár og einnig frá Moðhaus, bróður Hörpu/Sæunnar, sem reyndi að leika eftir afrek systur sinnar.

Ása Baldursdóttir kom svo til okkar og í dag fjallaði hún um hlaðvörpin Dýr (Animal) þar sem rithöfundur dáist að ýmsum dýrum, hlaðvarpið Innbyggt:Prófað (Embedded: Tested) þar sem saga kvenna í íþróttum er reifuð og að lokum sjónvarpsþáttunm Aldrei séð aftur (Never Seen Again) þar sem sögur aðstandenda horfinna einstaklinga eru sagðar.

Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Aftur heim / Sjonni Brink og Ólöf Jara Skagfjörð (Sigurjón Brink og Þórunn Erna Clausen)

Hámenningin / Haraldur Reynisson (Haraldur Reynisson)

Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)

Misty / Kristjana Stefánsd. Og Hilmar Jensson (Erroll Garner)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

29. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,