Landsmót hestamanna fer fram þessa dagana í Víðidal, mótið er stærsti viðburður í heimi er snýr að íslenska hestinum. Þar mæta til keppni bestu keppnis- og kynbótahross landsins og mótið stendur yfir í heila viku. Haraldur Þórarinsson, hestamaður, hrossaræktandi og fyrrverandi formaður Landssambands hestamanna ætlar að koma í þáttinn hér á eftir og fara með okkur yfir mótið í ár, stærðargráðuna, sögu mótsins og almennt um hestaíþróttina.
Ása Baldursdóttir kemur í þáttinn og segir okkur frá fjórðu þáttaröð „Serial“, þar sem saga Guantanamo fangelsisins er reifuð með áhrifaríkum viðtölum.
Villtar samsæriskenningar ráða ríkjum í hlaðvarpinu „Hver kom í stað Avril Lavigne?“ (Who replaced Avril Lavigne) og að lokum fjallar hún um byltingarkenndu sjónvarpsþáttaröðina „Bölvunina“ (The Curse) – þáttur sem brýtur allar reglur og endurskilgreinir sjónvarpið eins og við þekkjum það! Eða hvað?
Fugl dagsins verður svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Verum í sambandi - Sprengjuhöllin (Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson)
I Ought To Stay Away From You – Silva og Steini (Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague) (Margo Guryan)
Þó líði ár og öld - Björgvin Halldórsson (Michael Brown, Bob Calilli, Tony Sansone og texti Kristmann Vilhjálmsson (dulnefni fyrir Hrafn Gunnlaugsson)
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Gunnar Hansson