ok

Sumarmál

Arna Magnea Danks og kvikmyndin Ljósvíkingar og fuglinn

Arna Magnea Danks aðalleikkona í kvikmyndinni Ljósvíkingar kom í þáttinn í dag. Myndin fjallar um tvo vini sem reka saman fiskveitingastað á Ísafirði og annar þeirra kemur út úr skápnum sem trans kona. Arna Magnea leikur þennan mann en hún er sjálf trans kona sem fór í kynstaðfestingaraðgerð fyrir nokkrum árum og segir það hafa verið sérstaka upplifun að hafa þurft að fara í gamla búninginn eða dulargervið eins og hún kallar það til að leika hlutverkið. Myndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í byrjun september í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar og Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur hinn vininn á móti Örnu. Arna Magnea er ekki einungis leikkona heldur er hún sérhæfð í áhættu- og bardagaleikstjórn frá Englandi og hefur starfað við sjónvarpsþættina Svörtu sanda, Vitjanir og Fanga svo eitthvað sé nefnt en hún sagði okkur sína sögu og frá reynslunni að leika í myndinni.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)

Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundssonm Memfismafían og Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)

Fram á nótt / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

7. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,