Hinrik Bjarnason varð níræður fyrir rúmri viku, hann starfaði lengi hér á RÚV, fyrst við þáttagerð, var meðal annars fyrsti umsjónarmaður Stundarinnar okkar, var á tímabili dagskrárstjóri hér í sjónvarpinu. Hann var einnig meðal annars í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og í stjórn Kvikmyndasjóðs. Hann hefur einnig samið talsvert af söngtextum og hefur verið handritshöfundur að leiknu efni fyrir sjónvarp. Við fengum Hinrik í létt afmælisspjall í tilefni tímamótanna og litum með honum yfir farinn veg.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og að þessu sinni sagði Magnús frá fótboltaáhuga sínum og aðdáun á ítalska landsliðinu sem gerði að vísu enga frægðarför til Berlínar að þessu sinni. Hann sagði líka frá því sem Þjóðverjar kalla „frei korpenkultur“ sem felst aðallega í því að vera nakinn út í náttúrunni. Í lokin sagði hann frá því að það er langt frá því að vera auðvelt að læra á nýja raforkuknúinn bíl.
Ása Baldursdóttir, okkar helsti sérfræðingur í áhugaverðum hlutum að hlusta, eða horfa á, var svo hjá okkur í dag. Í þætti dagsins fjallaði Ása um hlaðvörpin Játningar í skápnum (Closet Confessions), Ráðgátan (Mystery Show) og heimildaþáttunum Ren Fair sem fjalla um furðulega valdabaráttu milli stjórnenda svokallaðra endurreisnarhátíða í Bandaríkjunum.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Hani, krummi, hundur, svín / Lónlí blú bojs (Jón Leifs)
Uppáhöld / Kristín Erna Blöndal (Rodgers & Hammerstein, texti Hinrik Bjarnason)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR