ok

Sumarmál

Hinrik níræður, póstkort frá Magnúsi, Ása og hlaðvörpin og fuglinn

Hinrik Bjarnason varð níræður fyrir rúmri viku, hann starfaði lengi hér á RÚV, fyrst við þáttagerð, var meðal annars fyrsti umsjónarmaður Stundarinnar okkar, var á tímabili dagskrárstjóri hér í sjónvarpinu. Hann var einnig meðal annars í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og í stjórn Kvikmyndasjóðs. Hann hefur einnig samið talsvert af söngtextum og hefur verið handritshöfundur að leiknu efni fyrir sjónvarp. Við fengum Hinrik í létt afmælisspjall í tilefni tímamótanna og litum með honum yfir farinn veg.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og að þessu sinni sagði Magnús frá fótboltaáhuga sínum og aðdáun á ítalska landsliðinu sem gerði að vísu enga frægðarför til Berlínar að þessu sinni. Hann sagði líka frá því sem Þjóðverjar kalla „frei korpenkultur“ sem felst aðallega í því að vera nakinn út í náttúrunni. Í lokin sagði hann frá því að það er langt frá því að vera auðvelt að læra á nýja raforkuknúinn bíl.

Ása Baldursdóttir, okkar helsti sérfræðingur í áhugaverðum hlutum að hlusta, eða horfa á, var svo hjá okkur í dag. Í þætti dagsins fjallaði Ása um hlaðvörpin Játningar í skápnum (Closet Confessions), Ráðgátan (Mystery Show) og heimildaþáttunum Ren Fair sem fjalla um furðulega valdabaráttu milli stjórnenda svokallaðra endurreisnarhátíða í Bandaríkjunum.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Hani, krummi, hundur, svín / Lónlí blú bojs (Jón Leifs)

Uppáhöld / Kristín Erna Blöndal (Rodgers & Hammerstein, texti Hinrik Bjarnason)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

18. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,