Nú er sumar og það er gleðilegasta árstíðin af öllum, sér í lagi þegar sólin skín - eða hvað? Hvaða áhrif hefur veðrið, birtan og árstíðirnar á líðan okkar og geðheilsu? Við ræddum þetta við Svövu Arnardóttur, formann Geðhjálpar.
Gerðarsafn - Listasafn Kópavogs var safn vikunnar í þetta sinn í Sumarmálum. Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður safnsins, kom í þáttinn og sagði okkur til dæmis frá 30 ára afmælishátíð safnsins sem verður haldin í byrjun ágúst, þá verður til dæmis opnuð glæsileg sýning á verkum Gerðar Helgadóttur, sem safnið er einmitt tileinkað. Brynja fræddi okkur um Gerðarsafn í dag.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens, texti Rúnar Júlíusson)
Söknuður / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)
To be grateful / Trúbrot (Magnús Kjartansson)
Sunnudagsmorgunn / Jón Ólafsson (Jón Ólafsson, texti Ólafur Haukur Símonarson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR