• 00:07:07Fugl dagsins
  • 00:17:40Helga og Sigurlaugur - Borgarsögusafn RVK
  • 00:31:42Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu

Sumarmál

Fugl dagsins, fræðst um Borgarsögusafn, heimsókn í Hespuhúsið

Fugl dagsins.

Safn vikunnar í þetta sinn er Borgarsögusafn Reykjavíkur. Á safninu er öflugt viðburðarstarf yfir sumartímann hvort sem er á Árbæjarsafni, Viðey, Sjóminjasafninu, Aðalstræti eða Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Við förum yfir þá spennandi dagskrá með Helgu Maureen Gylfadóttir deildarstjóra miðlunar, safnfræðslu og viðburða á safninu. Með henni kemur Sigurlaugur Ingólfsson, verkefnisstjóri á Árbæjarsafninu.

Við förum í heimsókn til Guðrúnar Bjarnadóttur í Hespuhúsinu, rétt utan við Selfoss, en þar koma hópar erlendra ferðamanna fylgjast með Guðrúnu lita lopa úr jurtum og ýmsu sem hún er með á prjónunum. Erlendir prjónahópar eru einnig reglulegir gestir. Hespuhúsið er yfir 400 fermetrar með öllu og það var langþráður draumur hjá Guðrúnu opna það og tókst svo loksins í febrúar árið 2020 um leið og Kórónufaraldurinn skall á og öllu var skellt í lás.

Tónlist:

Ásgeir Trausti Einarsson - Sumargestur (Einar Georg Einarsson samdi textann).

Elly Vilhjálms - Ég veit þú kemur (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ.

Unnur Sara Eldjárn - Pourquoi vous? (Francoise Hardy & Joseph Calogero).

Let’s Misbehave Elvis Costello (Cole Porter)

Umsjón: Gunnar Hansson og Arnhildur Hálfdánardóttir

Frumflutt

1. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,