• 00:07:02Hlaðgerðarkot 50 ára-Signý Guðbjartsdóttir
  • 00:22:51Fugl dagsins
  • 00:33:10Safn vikunnar-Minjasafn Austurlands

Sumarmál

Fimmtíu ára afmæli Hlaðgerðarkots, Minjasafn Austurlands og landnámskonan, fugl dagsins

Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal er elsta starfandi meðferðarheimili landsins. Þar er unnið með einstaklinga sem eiga við fíknivanda stríða og þar starfar þverfaglegt teymi, læknis, hjúkrunarfræðings, félagsráðgjafa og áfengis- og fíkniráðgjafa ásamt því sem umsjónarmenn eru við störf allan sólahringinn og eru til stuðnings þeim sem eru í meðferð. Núna 6.júlí er Hlaðgerðarkot 50 ára. Signý Guðbjartsdóttir forstöðukona ræðir við okkur.

Fugl dagsins lætur í sér heyra og svo er það safn vikunnar fyrir þau sem eru söguþyrst. þessu sinni er það Minjasafn Austurlands en sumarsýningin í ár ber yfirskriftina Landnámskonan. Þar eru meðal annars sýndir forngripir sem fundist hafa í Firði í Seyðisfirði og gripir sem tilheyrðu Fjallkonunni svokölluðu sem fannst á Vestdalsheiði. Þessir gripir hafa aldrei áður verið sýndir á Austurlandi svo hér er um stóran viðburð ræða. Elsa Guðný Björgvinsdóttir er safnstjóri.

Tónlist:

Ragnheiður Gröndal - Landgangur.

Elly Vilhjálms - Heilsaðu frá mér.

Hljómar - Tasko Tostada.

Bubbi Morthens - Þingmannagæla.

Frumflutt

24. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,