Sumarmál

Muna betur teikningar en orð, danskir dagar, póstkort og fuglinn

Við fengum Dr. Unni Óttarsdóttur listmeðferðarfræðing í þáttinn til segja okkur frá nýlegri rannsókn sinni sem sýnir einstaklingar með gott minni muna enn betur til langs tíma með því teikna. Rannsóknin sýnir einnig einstaklingar sem eiga erfitt með muna skrifuð orð eiga betra með muna orðin með því teikna þau. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta sinn sem rannsókn sem þessi er framkvæmd í heiminum og markar tímamót samkvæmt tímaritinu Education Sciences. Unnur sagði okkur frá rannsókninni og frá niðurstöðum hennar, sem eru mjög athyglisverðar.

Danskir dagar í Stykkishólmi hefjast á morgun í Stykkishólmi. Hátíðin er 30 ára í ár og við heyrðum í Hjördísi Pálsdóttur, framkvæmdastjóra danskra daga og safnstjóra Byggðasafns Snæfellinga, hún sagði okkur frá hátíðinni þar sem til dæmis annar dönsku Olsen bræðranna kemur og spilar.

Svo fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í korti dagsins sagði Magnús frá Þjóðhátíðinni sem fram fór um þar síðustu helgi og þótti takast vel þrátt fyrir ósamvinnuþýða veðurguði. Hann segist hafa fylgst með brekkusöngvurunum sem notuðu snjallsímana sína til syngja með skemmtikröftunum og í framhaldinu rifjaði hann upp kynni sín af símanum frá síldarárunum þegar hann var sendill hjá Pósti og Síma.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Hamingjan / Ðe lónlí blú bojs (Bob Merill, texti Þorsteinn Eggertsson)

Stórir skór / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson)

Einbúinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson)

Smuk som et stjerneskud / Brödrene Olsen (Jörgen Olsen)

Kartöflur / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,