• 00:04:45Fugl dagsins
  • 00:14:27Fornleifar og fallbyssur í Öskuhlíð - kvöldganga
  • 00:33:24Ása Baldurs - hlaðvörp og sjónvarpsefni

Sumarmál

Fornleifar og fallbyssur, hlaðvörp og fuglinn

Við fræddumst í dag um kvöldgöngu sem verður einmitt í kvöld í Öskjuhlíðinni undir yfirskriftinni Fornleifar og fallbyssur. Gangan er á vegum Borgasögusafnsins og Reykjavíkurborgar. Nýlega lauk minjaskráningu fyrir þetta svæði sem er auðugt af minjum, sér í lagi herminjum. Við spjölluðum í dag við þær Önnu Lísu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra fornleifa á Borgarsögusafni, og Margréti Björk Magnúsdóttur, fornleifafræðingu, en þær leiða gönguna í kvöld.

Ása Baldursdóttir, sérfræðingur Sumarmála í áhugaverðu efni til hlusta á og horfa á yfir sumartímann, var svo hjá okkur í dag með sínar frábæru ráðleggingar. Í þætti dagsins fjallaði Ása um hlaðvörpin Þú heldur eflaust þessi saga um þig, sem fjallar um ástarsögu litaða af svikum og lygum, Svör fyrir Claudiu, þar sem blaðamaður slæst í för með áttræðri móður í óleystu mannshvarfi og lokum sjónvarpsseríuna Outer Range (Ytri hringurinn) þar sem tvær fjölskyldur, óútskýrð hola og buffalói koma við sögu.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Gekk ég upp á hólinn / Björgvin Halldórsson (Magnús Eiríksson, textahöfundur ókunnur)

Sumargestur / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)

Í útilegu / Þú og ég (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Sólarsamba / Bræðrabandalagið (Magnús Kjartansson, texti Halldór Gunnarsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

1. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,