• 00:05:29Fugl dagsins
  • 00:16:55Valdimar Þór Svavarss. - Hlaðgerðarkot 50 ára
  • 00:35:45Kristín Ýr Hrafnkelsd. - Þjóðminjasafn Íslands

Sumarmál

Hlaðgerðarkot 50 ára, Þjóðminjasafn Íslands og fuglinn

Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal er elsta starfandi meðferðarheimili landsins. Það var formlega vígt 6.júlí 1974 og það átti því fimmtíu ára afmæli 6.júlí síðastliðinn. Þúsundir einstaklinga hafa notið stuðnings þar og náð bata á þessum fimmtíu árum. Saga Hlaðgerðarkots og Samhjálpar er samofin og Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, kom í þáttinn í dag til segja okkur sögu Hlaðgerðarkots og frá starfseminni og starfi Samhjálpar.

Svo var það safn vikunnar, í þetta sinn var það Þjóðminjasafn Íslands. Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, famkvæmdastjóri þjónustusviðs safnsins kom í þáttinn og sagði okkur frá starfseminni, sérsýningum sem eru í gangi núna, föstum árlegum viðburðum í safninu, Keldum á Rangárvöllum og svo aðeins frá því hverjir sækja Þjóðminjasafn Íslands.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Bláu augun þín / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Þórarinn Eldjárn)

Braggablús / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

Snefill / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson, texti Steingrímur Karl Teague og Andri Ólafsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Frumflutt

12. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,