Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal er elsta starfandi meðferðarheimili landsins. Það var formlega vígt 6.júlí 1974 og það átti því fimmtíu ára afmæli 6.júlí síðastliðinn. Þúsundir einstaklinga hafa notið stuðnings þar og náð bata á þessum fimmtíu árum. Saga Hlaðgerðarkots og Samhjálpar er samofin og Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, kom í þáttinn í dag til að segja okkur sögu Hlaðgerðarkots og frá starfseminni og starfi Samhjálpar.
Svo var það safn vikunnar, í þetta sinn var það Þjóðminjasafn Íslands. Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, famkvæmdastjóri þjónustusviðs safnsins kom í þáttinn og sagði okkur frá starfseminni, sérsýningum sem eru í gangi núna, föstum árlegum viðburðum í safninu, Keldum á Rangárvöllum og svo aðeins frá því hverjir sækja Þjóðminjasafn Íslands.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Bláu augun þín / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)
Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Þórarinn Eldjárn)
Braggablús / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Snefill / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson, texti Steingrímur Karl Teague og Andri Ólafsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON