ok

Sumarmál

Snjallsímanotkun ungs fólks, Síldarminjasafnið og fugl dagsins

Atli Harðarson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands kom í þáttinn í dag, en hann skrifaði pistil á visir.is þar sem hann var að ræða snjallsímanotkun og þá sérstaklega hjá börnum og unglingum. Þar talar hann um nýja bók sem hefur vakið mikla athygli, en í henni er farið meðal annars yfir tvær miklar breytingar í lífi unga fólksins sem valda því að nú þjáist mun fleiri ungmenni af kvíða og þunglyndi en á árum áður. Annars vegar er það tilkoma samfélagsmiðla og snjallsíma og hins vegar að börn verji minni tíma saman, í hópi með öðrum börnum í frjálsum leik án eftirlits og afskipta fullorðinna, sem er auðvitað að einhverju leyti afleiðing hins fyrr nefnda. Atli fór betur með okkur yfir þetta mikilvæga málefni í þættinum í dag.

Síldarminjasafnið á Siglufirði var safn vikunnar í þættinum í dag. Framkvæmdum við Salthúsið er loks lokið, en húsið á sér mjög merkilega sögu sem hægt er að rekja aftur til Hvítahafsstrandar Rússlands og keisara Rússlands. Þar hefur nú verið opnað glænýtt Síldarkaffi þar sem boðið er upp á síldarrétti, smörrebröd og heimabakaðar kökur. Sýningar safnsins eru í þremur ólíkum húsum og gestum gefst þar færi til að kynnast sögunni í breiðu samhengi; síldarsöltun og lífi síldarkvenna í brakkanum, síldarbræðslu og stóriðjunni og síðast síldveiðum og lífinu á höfninni. Anita Elefsen safnstjóri sagði okkur meira frá þessu í þættinum.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Ekkert þras / Egill Ólafsson, Lay Low, Högni Egilsson og Moses Hightower (Egill Ólafsson)

Gott er að lifa / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir)

Allar mínar götur / Halli Reynis (Halli Reynis)

Turn turn turn / Byrds (Peter Seeger)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

19. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,