• 00:05:46Fugl dagsins
  • 00:16:18Haraldur Þórarinsson - Landsmót hestamanna
  • 00:33:56Ása Baldursdóttir og hlaðvörpin

Sumarmál

Landsmót hestamanna, Ása og hlaðvörpin

Landsmót hestamanna fer fram þessa dagana í Víðidal, mótið er stærsti viðburður í heimi er snýr íslenska hestinum. Þar mæta til keppni bestu keppnis- og kynbótahross landsins og mótið stendur yfir í heila viku. Haraldur Þórarinsson, hestamaður, hrossaræktandi og fyrrverandi formaður Landssambands hestamanna ætlar koma í þáttinn hér á eftir og fara með okkur yfir mótið í ár, stærðargráðuna, sögu mótsins og almennt um hestaíþróttina.

Ása Baldursdóttir kemur í þáttinn og segir okkur frá fjórðu þáttaröð „Serial“, þar sem saga Guantanamo fangelsisins er reifuð með áhrifaríkum viðtölum.

Villtar samsæriskenningar ráða ríkjum í hlaðvarpinu „Hver kom í stað Avril Lavigne?“ (Who replaced Avril Lavigne) og lokum fjallar hún um byltingarkenndu sjónvarpsþáttaröðina „Bölvunina“ (The Curse) þáttur sem brýtur allar reglur og endurskilgreinir sjónvarpið eins og við þekkjum það! Eða hvað?

Fugl dagsins verður svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Verum í sambandi - Sprengjuhöllin (Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson)

I Ought To Stay Away From You Silva og Steini (Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague) (Margo Guryan)

Þó líði ár og öld - Björgvin Halldórsson (Michael Brown, Bob Calilli, Tony Sansone og texti Kristmann Vilhjálmsson (dulnefni fyrir Hrafn Gunnlaugsson)

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Gunnar Hansson

Frumflutt

4. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,