• 00:04:20Fugl dagsins
  • 00:12:37Þórhildur Ólafsdóttir í Uganda - ferðasaga
  • 00:32:26Þórhildur Ólafsd. - seinni hluti ferðasögu

Sumarmál

Þórhildur Ólafs í Uganda og fugl dagsins

Útvarpskonan Þórhildur Ólafsdóttir, sem starfaði einmitt lengi hér á Rás 1, til dæmis í þættinum Samfélagið, kom í þáttinn í dag og sagði okkur ferðasögu dagsins. Hún fluttist, ásamt eiginmanni og tveimur sonum, til Uganda síðasta sumar, honum bauðst vinna og fjölskyldan ákvað slá til. En hvernig hefur gengið? Hvernig var flytja frá Íslandi og íslenska veðrinu, þar sem það kemst í fréttirnar ef hitastigið nálgast tuttugu stigin, til Uganda? Við fengum Þórhildi til segja okkur alla söguna, minnsta kosti hingað til, því þau eru bara í sumarfríi á Íslandi, dvöl þeirra í Uganda er hvergi nærri lokið. Meðal þess sem hún sagði okkur frá var umferðin og stemningin í höfuðborginni, Kampala, framandi ávexti, staða maka diplómata, ástandið í Uganda, maturinn og menningarmunurinn og hvernig hægt takast á við hann, komandi úr forréttindaumhverfisins sem við búum í hér á landi.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson, texti Helgi Þór Ingason)

Sitya Loss / Eddy Kenzo (Eddy Kenzo)

Baana Bange / Fred Ssebatta (Fred Ssebatta)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

26. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,