• 00:05:48Fugl dagsins
  • 00:15:08Svala Sigurðard. - önnur úrræði við þunglyndi
  • 00:35:34Páll Ásgeir - Veganestið á Vestfjörðum

Sumarmál

Svala Sigurðardóttir heimilislæknir, Veganestið á Vestfjörðum og fuglinn

Nauðsynlegt er öllu starfsfólki á heilsugæslunni kennt meira um önnur bjargráð og úrræði við því hvernig eigi meðhöndla sjúklinga sem þangað leita með einkenni þunglyndis. Þetta segir Svala Sigurðardóttir sérnámslæknir í heimilislækningum og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum í Árósum. Hún segist hafa getað talið á fingrum annarrar handar þegar hún ávísaði þunglyndislyfjum í Danmörku sem heimilislæknir en hér á landi væri það nánast daglega. Þetta skýrist einnig af miklum hluta til vegna tímaskorts hjá heimilislæknum og viðvarandi manneklu á heilsugæslunni. Það séu fjöldamörg úrræði í boði við vægum og meðalvægum einkennum þunglyndis á borð við hreyfiseðla, hugrænar atferlismeðferðir, hópnámskeið í núvitund svo eitthvað nefnt en það þurfi kynna úrræðin fyrir heilsugæslunni og innleiða þau með réttum hætti. Svala ræddi þetta við okkur í þættinum.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo með okkur í dag eins og aðra þriðjudaga í sumar með það sem við köllum Veganestið. Í dag og næstu þriðjudaga ætlar hann tala um sértæka staði í hverjum landshluta fyrir sig. Páll Ásgeir byrjaði á þeirri yfirferð í dag á Vestfjörðum og fór yfir áhugaverða og nokkuð fáfarna staði í þeim landshluta sem gaman er skoða og upplifa á leið sinni um landið.

Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Traustur vinur / Upplyfting (Jóhann G. Jóhannsson)

Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsveit Ingimars Eydal (Jónas Jónasson, texti Kristján frá Djúpalæk)

Ameríka (úr Hljómskálanum) / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson)

Stingum af / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

16. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,