Brynjar Karl Sigurðsson, körfboltaþjálfari og stofnandi körfuboltaliðsins Aþenu, sem hefur verið staðsett í póstnúmeri 111, Austurbergi í Efra Breiðholti, telur börn af erlendum uppruna ekki sitja við sama borð og íslensk börn þegar kemur að íþróttaiðkun. Það sé mikil áskorun að takast á við málaflokkinn og hann kallar eftir viðbrögðum hjá hinu opinbera til að hlúa betur að þeim börnum sem vilja stunda íþróttir. Brynjar kom í þáttinn og ræddi við okkur um þetta í dag.
Við fræddumst svo um nýtt vísindalegt spil um dýraríkið bæði fyrir unga og aldna. Frumkvöðull og hugmyndasmiður spilsins er ekki nema 10 ára og hann má með sönnu kalla dýrasérfræðing. Í spilinu er alls konar fróðleikur um dýr og tölulegar staðreyndir sem fjölskyldur geta skemmt sér yfir saman, keppt í á margvíslegan hátt og fræðst í leiðinni um dýrin. Rökkvi Þór kom ásamt móður sinni, Valborgu Sturludóttur, í þáttinn í dag og þau sögðu okkur frá spilinu og hvernig það kom til.
Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Vísur Vansenda-Rósu / Ylja (Jón Ásgeirsson, texti Rósa Guðmundsdóttir (Skáld Rósa)
Smashed birds / Sóley Stefánsdóttir (Sóley Stefánsdóttir)
Aftur heim til þín / Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir sömdu lag og texta)
Tíu dropar / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR