Og lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Valgerður Garðarsdóttir forstöðumaður námsvers Menntaskólans við Hamrahlíð. Við fáum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Valgerður sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Vonin, akkeri fyrir sálina. Kjarnyrðabók e. sr. Þorvald Víðisson.
Valskan. Skáldsaga byggð á heimildum um formóður höfundar sem uppi var á síðari hluta 18. aldar. Eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur.
Engan þarf að öfunda, daglegt líf í Norður Kóreu. Barbara Demick bandarískur blaðamaður skrifaði bókina eftir samtöl við fólk sem flúið hafði frá N-Kóreu til S-Kóreu. Elín Guðmundsdóttir þýddi.
Kjörbúðarkonan e. Sayaka Murtata, Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.
Bækur sem kveiktu lestraráhuga Valgerðar í æsku.
Pabbi, mamma, börn og bíll, og framhald hennar e. Anne-Cath Vestly.