Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Þröstur Helgason doktor í bókmenntafræði og stofnandi KIND útgáfu, en útgáfan stendur fyrir námskeiði um Eggert Pétursson listmálara í tilefni af útkomu nýrrar bókar um listamanninn. En við fengum auðvitað að vita hvaða bækur Þröstur hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þröstur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Ýmsar bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um bláa litinn,
Ljóðasafn Jónasar Hallgrímssonar
All That is Solid Melts Into Air e. Marshall Berman
David Scott Kastan: On Color
Paradísamissir e. John Milton í nýrri þýðingu Jóns Erlendssonar
Svo nefndi Þröstur fræðifólkið Michel Foucault, Roland Barthes, Matthías Viðar Sæmundsson, Ástráður Eysteinsson, Jón Karl Helgason, Dagný Kristjánsdóttir og Helga Kress, sem öll hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á hans störf og skrif.