Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var það Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og verkefnastjóri hjá Menntavísindasviði HÍ. Sólveig sagði okkur frá sýningum um Frú Guðríði og séra Hallgrím Petursson sem hún er að vinna að fyrir nýopnaða menningarmiðstöð á Hvalsnesi og svo kom hún að handritsgerð að sjónvarpsþáttaröðinni Hvað var í matinn. En fyrst og fremst sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða höfundar og bækur hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Helga í öskustónni, Bangsímon, Kapítula, safn Halldórs Laxness, Jane Austen, Virginía Woolf, George Elliott, Karen Blixen, Simone de Bevoir, Charlotte Bronte og Gertrude Stein