Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur. Hann sendi frá sér tvær stórar og miklar bækur á síðasta ári. Annars vegar Rauði krossinn á Íslandi - hundrað ára saga og hins vegar Börn í Reykjavík. Við spurðum hann aðeins út í þessar bækur og fengum svo auðvitað að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Móðurást e. Kristínu Ómarsdóttur
Himintungl yfir heimsins ystu brún e. Jón Kalman Stefánsson
Jörundur hundadagakonungur e. Sarah Bakewell
Sögur Jóns Trausta, t.d. Anna frá Stóruborg, Sögur úr Skaftáreldum