Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Bjarni Fritzson rithöfundur og eigandi Út fyrir kassann. Bækur Bjarna um Orra óstöðvandi hafa verið gríðarlega vinsælar og nýjasta bókin um Orra var mest selda barnabókin á landinu á síðasta ári. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dauðinn einn var vitni e. Stefán Mána
Marrið í stiganum, Strákar sem meiða og Stelpur sem ljúga e. Evu Björgu Ægisdóttur
Ég læt sem ég sofi e. Yrsu Sigurðardóttur
Kvíðakynslóðin e. Jonathan Haidt
Grafarþögn og Mýrin e. Arnald Indriðason
Show Dog e. Phil Knight
Paulo Coelho (The Zahír, Veronika verður að deyja, Alkemistinn)