Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari, danshöfundur og hún er einnig þekkt meðal annars fyrir flugeldasýningahönnun og blómalistaverk. Það opnaði ný sýning eftir hana, Eldblóm, í Hönnunarsafni Íslands fyrir helgi sem við fengum hana til að segja okkur frá, en auðvitað sagði hún okkur aðallega frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigríður Soffía sagði frá eftirtöldum bókum og höfundum: