Lesandi vikunnar hélt áfram í Mannlega þættinum, en á mánudögum höldum við áfram að fá áhugaverða einstaklinga til þess að deila með okkur bókum og höfundum sem þau hafa verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á í gegnum tíðina. Lesandi vikunnar í dag var Birgitta Björg Guðmarsdóttir, rithöfundur og tónlistarkona, en hún hefur lokið við sína aðra bók sem kemur út síðar í haust. Birgitta sagði okkur frá nýju bókinni og því sem hún hefur verið að lesa. Hún talaði um eftirfarandi bækur: