Lesandi vikunnar

Heiðar Ingi Svansson

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags bókaútgefenda. Á morgun er alþjóðlegur dagur bókarinnar, og af því tilefni sagði hann okkur frá félaginu og bókaútgáfu á Íslandi. En svo sagði hann okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Heiðar Ingi talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Einmana tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar e. Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur.

Gegnumtrekkur e. Einar Lövdahl.

Sápufuglinn e. María Elísabetu Bragadóttur.

Haugalygi e. Sigtrygg Baldursson

Náttúrulögmálin e. Eirík Örn Norðdahl.

og svo um höfundana Indriða Úlfsson, Diddu, Hallgrím Helgason, Tryggva Emilsson og Pedro Gunnlaug Garcia.

Frumflutt

27. apríl 2024

Aðgengilegt til

28. apríl 2025
Lesandi vikunnar

Lesandi vikunnar

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.

Þættir

,