Lesandi vikunnar, í þetta sinn í Mannlega þættinum var Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Nanna talaði um eftirfarandi bækur:
The Expanse, bókasería eftir James S.A. Corey (Daniel Abraham og Ty Franck)
The Book of Goose eftir Yiyun Li
Sick and Tired: An Intimate History of Fatigue eftir Emily K. Abel
Lilith’s Brood eða Xenogenesis, þríleikur (Dawn, Adulthood Rides og Imago) eftir Octaviu Butler
Að lokum talaði Nanna um bókina Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson