Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Bjarni M. Bjarnason rithöfundur. Hann var að senda frá sér nýja bók, Dúnstúlkan í þokunni. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Gilgames kviða (súmerskt ljóð frá því u.þ.b. 2500 fyrir krist)
Júditar bók, sem er hluti af biblíunni, á milli gamla testamentsins og þess nýja