Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur, þýðandi, búfræðingur og íslenskufræðingur. Það er nýútkomin bók eftir hann og Daníel Hansen sem heitir Forystufé og fólkið í landinu. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá þeirri bók og svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur:
Högni e. Auði Jónsdóttur
Vandamál vina minna e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur
Sauðfjárbúskapur í Reykjavík e. Ólaf Dýrmundsson
Ármann Kr. Einarsson, Indriði Úlfsson, Guðrún Helgadóttir, Arnaldur Indriðason og glæpasögur til dæmis eftir Stefán Mána og Evu Björg Ægisdóttur