• 00:05:31Fugl dagsins
  • 00:17:55Ferðasaga - Auðunn og Jón í Úganda
  • 00:37:16Auðunn og Jón í Úganda - seinni hluti

Sumarmál

Auðunn og Jón í Uganda og síðasti fugl dagsins

Í dag var síðasti þáttur Sumarmála í þetta sinn, Mannlegi þátturinn hefur svo aftur göngu sína á mánudaginn. Við fengum því í dag síðustu ferðasöguna í bili, en í þáttinn komu Auðunn Jakob Pálsson og Jón Ólafsson, en þeir hafa unnið í flóttamannaaðstoð í Úganda, þar sem þeir hafa verið leggja hönd, eða hendur, á plóg með frumkvöðlaverkefni sem býður upp á færanlegar einingar sem hægt er búa í og flytja eftir þörfum hverju sinni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða Krossinn í Úganda og forsætisráðuneyti landsins. Þessi skýli hafa til dæmis nýst sem læknamóttökur og þeir Auðunn og Jón sögðu okkur betur frá verkefninu í þættinum í dag.

Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Ágústnótt / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson, Árni úr Eyjum)

Mull of Kintyre / Paul Mchartney (Paul McCartney og Denny Laine)

Kuliko Jana / Sauti Soul & Aaron Rimbui (Aaron Rimbui, Bien Aime Alusa, Delvin Savara Mudigi, Polycarp Ochieng Otieno & Willis Asutin Chimano)

Yoga / Asake (Ololade Ahmed)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

30. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,