• 00:05:56Fugl dagsins
  • 00:15:22Hildur Kjartansdóttir - Hjartastopp
  • 00:35:22Póstkort frá Magnúsi R Einarssyni

Sumarmál

Hildur Kjartansdóttir, póstkort frá Magnúsi og fugl dagsins

Hildur Kjartansdóttir er búsett í Danmörku og starfsmaður hjá Danfoss. Hún var hætt komin í janúar 2023 þegar hún fékk blóðtappa í hjartað meðan hún hjólaði í vinnuna. Snarræði samstarfskonu bjargaði lífi hennar og við heyrum hvernig þetta bar og hvað tók við eftir aðgerð sem hún fór í í kjölfarið. Hildur segist fegin hafa verið búsett í Danmörku þegar þetta gerðist miðað við sögurnar sem hún hefur heyrt um ástandið í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Við spjölluðum við hana í dag þar sem hún sagði sína sögu og meðal annars frá óvenjulegri aðferð sem hún fann, á netinu, til láta sér líða betur eftir þetta atvik.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. í korti dagsins segir af ferðum Magnúsar um lönd og borgir í Þýskalandi og Póllandi. Hann segir frá saltnámu sem var starfrækt í átta hundruð ár nálægt Kraká, en þar fór hann niður á hundrað og þrjatíu metra dýpi. Hann þar meðal annars stærstu kirkju veraldar sem er finna undir yfirborði jarðar. Seinna í póstkortinu fjallaði hann um bók um The Beatles sem segir af eiturlyfjaneyslu hljómsveitarinnar og þeim áhrifum sem hún hafði á sköpun sveitarinnar.

Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Óbyggðirnar kalla / KK & Magnús Eiríksson (Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson)

Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Sólbrúnir vangar / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í (Þjóðhátíðarlag 1961)

Got To Get You Into My Life / The Beatles (Lennon & McCartney)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

28. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,