• 00:06:03Fugl dagsins
  • 00:13:21Satu Ramö rithöfundur
  • 00:35:48Safn vikunnar-Flugsafnið-Steinunn M Sveinsd

Sumarmál

Satu Ramö höfundur bókanna um Hildi, Flugsafnið á Akureyri

Glæpasagan HILDUR sem nýlega kom út á íslensku eftir finnska rithöfundinn Satu Ramö hefur ásamt tveimur öðrum bókum sem á eftir henni fylgja átt góðu gengi fagna í Finnlandi og hafa selst í um sex hundruð þúsund eintök þar. Bókin fór efst á metsölulista DER SPIEGLEL Í Þýskalandi í byrjun árs og sat þar í átta vikur. Hún fór líka efst á sölulista Eymundsson vikuna sem hún kom út hér landi í byrjun ágúst. Það sem kannski fæstir vita er Satu hefur búið á Íslandi í 20 ár og þar af fimm á Ísafirði þar sem sagan Hildur gerist. Við heyrðum allt um þessar æsispennandi glæpasögur sem hún er kynna til leiks hér á landi. Auk þess er verið vinna sjónvarpsþáttaröð byggt á bókinni HILDUR sem verður sjálfsögðu sýnd hér á landi og víðar í Evrópu.

Safn vikunnar er Flugsafn Íslands. Á Akureyrarvöku, sem verður haldin næstu helgi verður minnst þeirra tímamóta þegar fyrsta flugvélin kom fljúgandi til Íslands, 2. ágúst 1924. Flugið var hluti af hnattflugi bandaríska hersins og lentu tvær flugvélar af fjórum hér á landi. Við ræddum við Steinunni Maríu Sveinsdóttur.

Frumflutt

26. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,