• 00:06:13Fugl dagsins
  • 00:13:54Ferðasagan 1.Stella Soffía Jóhannesd
  • 00:33:36Ferðasaga 2.Stella Soffía Jóhannesd

Sumarmál

Umhverfis Ísland af sjó með National Geographic, Stella Soffía Jóhannesdóttir og fugl dagsins

Við heyrðum öðruvísi ferðasögu um Ísland, öllu heldur í kringum Ísland af sjó. En Stella Soffía Jóhannesdóttir umboðsmaður hjá Umboðsskrifstofu rithöfunda eða Reykjavík Literary Agency RLA fékk það einstaka tækifæri verða gestafyrirlesari um íslenskar bókmenntir á leiðangursskipi á vegum National Geographic sem sigldi í kringum Ísland á tíu dögum og kom víða við. Á þessum tíma fékk Stella Soffía allt aðra upplifun af landinu sínu en hún hafði verið vön.

National Geographic er okkur kannski fyrst og fremst kunnuglegt sem eitt af virtustu vísindatímaritum í heimi og svo sjónvarpsstöð en fyrirtækið gerir margt annað í samvinnu við önnur samtök og fyrirtæki eins og áðurnefnda leiðangra og ferðast með ferðamenn sem vilja fræðast um ólík samfélög og fjölbreytta staði um allan heim en með það meginmarkmiði ferðast með ábyrgum hætti í sátt við náttúruna.

Stella sagði okkur allt frá upplifun sinni í ferðinni og við fáum líka vita hvaða íslensku bækur og rithöfunda hún ræddi sérstaklega við ferðamenn í þessum Íslandsleiðangri.

Og fugl dagsins var á sínum stað.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-08-28

South River Band - Á skútunni minni.

Moura, Ana - Amor em tons de sol maior.

Jónas Sigurðsson Tónlistarm. - Hafið er svart.

Cave, Nick - Something's gotten hold of my heart.

UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

23. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,