Sigrún Linda Birgisdóttir ætlar að klífa fjallið Kilimanjaro í byrjun september, en Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku. Sigrún mun ganga í minningu sonar síns, Árna Friðbergs Helgasonar sem lést fyrr á þessu ári. Gangan er til styrktar Píeta samtökunum en Sigrún vill einnig með göngu sinni vekja athygli á því að strákar eiga oft erfitt með tilfinningalífið og að ræða tilfinningar sínar. Við ræddum við Sigrúnu og framkvæmdastýru Pietasamtakanna, Ellen Calmon, í þættinum.
Ása Baldursdóttir, sérlegur sérfræðingur Sumarmála í áhugaverðu efni að hlusta á og horfa á, kom svo í þáttinn. Í þætti dagsins fjallaði Ása um hlaðvarpið Forvitnilega sögu heimilsins (The Curious History of your Home) þar sem hversdagslegir hlutir eru hlaðnir ævintýralegri sögu, svo var það hlaðvarpið Óhugsanlegur sannleikur (Inconceivable Truth) þar sem blaðamaður ætlar að komast að því hver raunverulegur faðir hans er. Að lokum sagði hún okkur frá sjónvarpsþáttaröðinni Eric þar sem brúðumeistari býr til persónu til að komast í gegnum barnshvarf.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Spánardraumur / Hljómsveit Ingimars Eydal (erlent lag, texti Einar Haraldsson)
Vor við flóann / Ragnar Bjarnason (erlent lag, texti Jón Sigurðsson)
Tempó prímó / Uppáhellingarnir og Sigríður Thorlacius (Jón Múli Árnason)
Undarlegt með unga menn / Bjarni Arason (Rúnar Gunnarsson, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR