• 00:05:38Fugl dagsins
  • 00:16:01Inga Aronsdóttir - krefjandi hegðun leikskólabarna
  • 00:30:51Viktoría Hermannsd. - nýir þættir: Æskuslóðir

Sumarmál

Krefjandi hegðun leikskólabarna, Æskuslóðir og fugl dagsins

Krefjandi hegðun barna á leikskólaaldri er yfirskrift fræðslufundar á vegum ADHD samtakanna sem haldin verður í kvöld. Markmiðið er efla skilning þátttakenda á krefjandi hegðun barna á leikskólaaldri og farið verður yfir lögmál hegðunar og hvað það er sem getur valdið henni. Þá verður farið yfir ýmis bjargráð til þess fyrirbyggja og takast á við krefjandi hegðun til þess stuðla góðri samvinnu milli heimilis og leikskóla. Fundurinn hentar því til dæmis vel fyrir aðstandendur barna með ADHD og ætti vera fróðlegur fyrir alla. Við fengum fyrirlesarann Ingu Aronsdóttur, leikskólakennara og sérkennsluráðgjafa, til okkar í dag.

Við fræddumst svo um nýja íslenska heimildarþætti, Æskuslóðir, sem hóf göngu sína í sjónvarpinu hér á RÚV á mánudagskvöldið. Í þáttunum kynnist Viktoría Hermannsdóttir æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Í fyrsta þættinum fór Viktoría með Þresti Leó Gunnarssyni á æskuslóðir hans á Bíldudal og næsta mánudag fer hún til Grenivíkur með handritshöfundinum Karen Björgu Eyfjörð Þorsteinsdóttur. Viktoría sagði okkur frá þáttunum í dag.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Tætum og tryllum / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)

Sumargestur / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)

Lagið um það sem er bannað / Sveinbjörn I Baldvinsson (Sveinbjörn I Baldvinsson)

Allur lurkum laminn / Bubbi Morthens (Hilmar Oddsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

21. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,