• 00:05:54Fugl dagsins
  • 00:17:16Stefán Árni Jónss. - viðhald fasteigna
  • 00:34:03Páll Ásgeir - veganestið á hálendinu

Sumarmál

Viðhald fasteigna, áfangastaðir á hálendinu og fugl dagsins

Fyrir flesta eru fasteignir þeirra dýrasta veraldlega eign. Til geta hugsað vel um fasteignina er gott kunna skil á því hvað felst í góðu viðhaldi, hvað það kostar og hvaða kröfur er hægt gera til þess. Þá er einnig nauðsynlegt þekkja hvernig komið er í veg fyrir rakaskemmdir og myglu.

Þetta segir Stefán Árni Jónsson húsasmíðameistari og byggingariðnfræðingur en hann heldur námskeið fyrir fasteignaeigendur þar sem komið er inná fasteignakaup, viðhald og framkvæmdir, og markmiðið er auka vitund fasteignaeigenda um hvað það er sem raunverulega skiptir máli þegar viðhald er annars vegar. Stefán Árni fræddi okkur um viðhald og hvað ber hafa í huga við kaup á fasteignum.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistamaður, kom svo í þáttinn í dag eins og aðra þriðjudaga í sumar, með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur gefið okkur góðar ráðleggingar í sambandi við útivist og gönguferðir í öllum landshlutum, í síðustu viku sagði hann okkur frá því ferðast með allt á bakinu og í dag sagði hann okkur frá áhugaverðum áfangastöðum á hálendinu.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Þjóðvegurinn / Brimkló (Magnús Eiríksson)

Litla dúfa / Selma Björnsdóttir (Dolly Parton, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Litlir kassar / Þokkabót (Peta Seeger, texti Þórarinn Guðnason)

Ólýsanleg / Hildur Vala (Magnús Þór Sigmundsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

20. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,