Sumarmál

Áhugaverðar hliðar Ólympíuleikanna, að ferðast með allt á bakinu og fuglinn

Ólympíuleikunum í París lauk á sunnudaginn, eftir þrjár vikur smekkfullar af íþróttum, svo jafnvel einhverjum þykir nóg um. Nær öll sjálfstæð ríki senda keppendur sína á Ólympíuleikana, þennan risastóra viðburð sem fangar athygli heimsbyggðarinnar á fjögurra ára fresti. En saga leikanna er þó margbrotnari og um margt furðulegri en flesta grunar. Stefán Pálsson sagnfræðingur og íþróttaáhugamaður, stýrir námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem hann ætlar dýpka skilning þáttakenda á Ólympíuleikunum og lygilegri sögu þeirra sem spannar nærri 130 ár. Stefán kom í þáttinn og fræddi okkur um áhugaverðar hliðar á Ólympíuleikunum í dag.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo hjá okkur, eins og aðra þriðjudaga í sumar með það sem við köllum Veganestið. Í dag talaði hann um dásemdir þess ferðast með allt á bakinu og hvernig hægt er æfa sig í því.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Á sjó / Hljómsveit Ingimars Eydal og Þorvaldur Halldórsson (Don Wayne, texti Ólafur Ragnarsson)

Þó líði ár og öld / Björgvin Halldórsson (M. Brown, B.Calili, T. Sansone, texti Kristmann Vilhjálmsson)

slá í gegn / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson)

Þrek og tár / Haukur Morthens, Erla Þorsteinsdóttir og hljómsveit Jörn Grauengard (Otto Lindblad, texti Guðmundur Guðmundsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Frumflutt

13. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,