• 00:05:28Fugl dagsins
  • 00:16:31Ágústa Rós Árnad. - Normandí og Japan
  • 00:33:00Ágústa Rós - seinni hluti

Sumarmál

Ágústa Rós í Normandí og Japan og fugl dagsins

Í ferðasögu vikunnar, sem er alla föstudaga í Sumarmálum, ferðuðumst við til franska héraðsins Normandí og Japans með Ágústu Rós Árnadóttur verkefnastjóra í Stafrænni Reykjavík. Hún er nýkomin úr þriggja vikna dvöl í Normandí þar sem hún og eiginmaðurinn ásamt tveimur börnum á táningsaldri leigðu sér aldagamla uppgerða íbúð, upplifðu mannlífið og keyrðu um héraðið. Hún segist lifa fyrir ferðalög, leggur mikið upp úr því dvelja lengi á hverjum stað til geta drukkið í sig menningu viðkomandi lands. Hún sagði okkur frá geðstirðum frökkum, stórbrotnu landslagi og matarmenningu Normandí og svo í seinni hlutanum sagði hún frá heimsókn sinni til Japan árið 2019 sem heillaði hana upp úr skónum. Fyrir utan hvað maturinn þar í landi er framúrstefnulegur og gómsætur þá segir hún Japani einstaklega ljúft fólk og þar stórbrotið landslag og bað- og salernismenningin eitthvað til ræða sérstaklega og mögulega taka sér til fyrirmyndar.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Gordjöss / Páll Óskar Hjálmtýsson (Bragi Valdimar Skúlason)

Hamingjan er hér / Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar (Jónas Sigurðsson)

Je vous trouve un charme fou / Hoshi & Gaetan Roussel (Gaetan Roussel)

Rainha Estrela / Tito Paris (Tito Paris)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

9. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,